Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

EM kvenna í knattspyrnu - Lestrarátak og menningarkynning

22.06.2022

Nú styttist í þátttöku íslenska kvennalandsliðsins á EM í knattspyrnu. Án efa eru margir orðnir spenntir fyrir mótinu og hlakka til að fylgjast með „stelpunum okkar” spreyta sig. Laugardaginn 25. júní nk. kl. 11:00 verður opin landsliðsæfing hjá liðinu á Laugardalsvelli  þar sem stuðningsmenn geta m.a. fengið eiginhandaráritanir liðsmanna.

Á vef stjórnarráðsins í gær kom fram að ráðist verður í lestrarátak og menningarkynningu í tengslum við þátttöku Íslands á EM. Ríkisstjórnin mun styrkja verkefnið um 10 m.kr. af ráðstöfunarfé sínu.
Lestrarátak meðal barna vegna þátttöku Íslands á Evrópumótinu verður með svipuðu sniði og skipulagt var í tengslum við Heimsmeistaramót karla árið 2018.

Á síðustu stórmótum landsliða Íslands í knattspyrnu hafa verið skipulagðir menningarviðburðir af hálfu ríkisins. Að þessu sinni mun íslenska liðið leika í Manchester og Rotherham í riðlakeppninni en á báðum stöðum verða sett upp sérstök stuðningsmannasvæði þar sem íslenskt tónlistarfólk mun troða upp.  Að auki veður boðið upp á ritsmiðju fyrir börn.

Evrópumótið fer fram dagana 6. – 31. júlí en fyrsti leikur Íslands í riðlakeppninni er gegn Belgíu þann 10. júlí í Manchester. Ísland mætir svo Ítalíu í sömu borg þann 14. júlí og Frakklandi 18. júlí en sá leikur verður í Rotherham.

Mynd/KSÍ.