Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Tveir íslenskir heimsmeistarar

01.06.2022

 

Keppendur í kraftlyftingum hafa náð góðum árangri á alþjóðlegum stórmótum í maímánuði.

Alexandrea Rán Guðnýjardóttir og Matthildur Óskarsdóttir stóðu sig frábærlega á HM unglinga í klassískri bekkpressu í Almaty í Kasakstan á dögunum. Báðar komu þær heim með gullverðlaun og heimsmeistaratitil í farteskinu. Matthildur varði titil sinn í -84 kg flokki á nýju Íslandsmeti, 125 kg. Hún varð önnur stigahæsta konan á mótinu. Alexandrea Rán sigraði í -63 kg flokki með 102,5 kg og varð þriðja stigahæsta konan á mótinu. Alexandrea vann einnig silfurverðlaun í bekkpressu unglinga -63 kg flokki þegar hún lyfti örugglega 112,5 – 117,5 – 125 kg, sem er persónuleg bæting um 2,5 kg.

Hér er að finna frétt frá KRAFT þar sem m.a. má sjá vinningslyfturnar þeirra á mótinu.

Fyrr í mánuðinum vann Sóley Margrét Jónsdóttir til silfurverðlauna samanlagt í +84 kg flokki á EM í Pilzen í Tékklandi. Sóley lyfti af miklu öryggi og bætti persónulegan árangur sinn og jafnframt Íslandsmetið um 10 kg. Hún setti líka Íslandsmet í bekkpressu og „single lift bekkpressu”. Sóley vann auk þess til verðlauna í öllum greinum. Í hnébeygju átti hún sviðið – lyfti 250-270-280 mjög sannfærandi og vann gull. Á bekknum vann hún brons með 185 kg og í réttstöðu vann hún silfur með 210 kg. Samanlagt 675 kg og nýtt glæsilegt Íslandsmet í höfn.

Hér að finna frétt frá KRAFT um þátttöku Sóleyjar Margrétar og hennar afrek.

ÍSÍ óskar KRAFT og þeim Alexandreu Rán, Matthildi og Sóleyju Margréti innilega til hamingju með árangurinn.

Myndir/KRAFT.

Myndir með frétt