Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Friðareldur EYOF tendraður í Banská Bystrica

31.05.2022

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) fer fram í Banská Bystrica, Slóvakíu dagana 24. -30. júlí. Hátíðin, sem er á forræði Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) er ætluð evrópskum ungmennum á aldrinum 14 - 18 ára. Eitt af megin einkunnarorðum hátíðarinnar er "Fair Play" og er mikið lagt upp úr léttleika og að keppendur kynnist ungu fólki frá öðrum löndum Evrópu.

Nú eru rúmlega 50 dagar þar til hátíðin hefst og í gær var friðareldurinn (Flame of Peace) tendraður, við hátíðlega athöfn í elsta musteri heims, Ara Pacis í Róm. Friðareldurinn fagnar voninni og hinu besta í mannlegu eðli, rétt eins og ólympíska hugsjónin um vináttu, virðingu og háttvísi. Líney Rut Halldórsdóttir, ráðgjafi og meðlimur í stjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) og formaður EOC EYOF Commission, yfirnefndar EYOF verkefna EOC, var viðstödd athöfnina í Róm.

Um 3.000 þátttakendur frá 48 löndum í Evrópu verða á hátíðinni, keppt verður í 11 íþróttagreinum og munu um 1.500 sjálfboðaliðar starfa við undirbúning og framkvæmd. Ísland sendir 40 keppendur í 8 íþróttagreinum til hátíðarinnar til keppni í handknattleik karla, judo, hjólreiðum, frjálsíþróttum, badminton, fimleikum, tennis og sundi. 

Vefsíða hátíðarinnar.

 

Myndir með frétt