Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna

30.05.2022

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2022 fór fram í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum föstudaginn 27. maí og er því verkefninu formlega lokið í ár.

Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum fyrir hlutfall þátttökudaga. Í kílómetrakeppninni var þremur efstu liðunum veitt verðlaun fyrir bæði heildarfjölda kílómetra og hlutfall kílómetra miðað við fjölda starfsmanna. 

Það voru alls 380 vinnustaðir sem skráðu 931 lið til keppni og voru 5.319 þátttakendur skráðir til leiks. Alls voru 371.268 km skráðir í kerfið en það samsvarar um 277 hringum í kringum landið!

Öll úrslit má nálgast hér á heimasíðu Hjólað í vinnuna.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóð í tuttugasta sinn fyrir verkefninu Hjólað í vinnuna. Fyrir mörgum er verkefnið vorboðinn ljúfi og er verkefnið orðið stór þáttur í fyrirtækjamenningu á mörgum stöðum. Landsmenn hafa tekið verkefninu mjög vel og hefur hjólaumferð aukist verulega síðan verkefnið fór fyrst af stað. 

ÍSÍ þakkar fyrir góða þátttöku í verkefninu og hvetur áfram til þess að fólk noti virkan ferðamáta til og frá vinnu.

Myndir með frétt