Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Nýr framkvæmdastjóri hjá AKÍS

30.05.2022

 

Bergur Þorri Benjamínsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) og hefur störf 1. júní nk. Bergur starfaði áður sem aðstoðarmaður þingflokks hjá Alþingi og þar á undan sem starfandi stjórnarformaður Sjálfsbjargar og Sjálfsbjargarheimilisins. Hann hefur lokið diplómanámi á meistarastigi í kennslufræðum frá Háskólanum  á Akureyri auk BSc gráðu í viðskiptafræði frá sama háskóla. Bergur hefur setið í stjórn Íslenskrar Getspár síðastliðin fjögur ár.

ÍSÍ býður Berg Þorra velkominn til starfa í Íþróttamiðstöðinni og óskar honum alls góðs í störfum fyrir akstursíþróttahreyfinguna.