Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Síðasti keppnisdagur Hjólað í vinnuna í gær

25.05.2022

 

Síðasti keppnisdagur Hjólað í vinnuna var í gær, þann 24. maí. Enn er hægt að skrá allar ferðir frá 4. - 24. maí í kerfið en lokað verður fyrir skráningar í dag, miðvikudaginn 25. maí klukkan 12:00.

Þátttakendur Hjólað í vinnuna hafa staðið sig vel en rúmlega 5.200 þátttakendur hafa skráð ferðir sínar á þessu tímabili og alls 361.684 kílómetrar hafa verið skráðir í kerfið þegar þetta er skrifað. Allir þeir sem skráðu sig til leiks í Hjólað í vinnuna áttu möguleika á að vera dregin út í skráningarleik Hjólað í vinnuna alla virka daga í þættinum Morgunverkin á Rás 2 en síðasti þátttakandi í skráningarleiknum verður dregin út á föstudaginn kemur og fær viðkomandi hvorki meira né minna en glæsilegt reiðhjól frá Erninum í vinning. Einnig var myndaleikur í gangi á meðan átakinu stóð og voru margar skemmtilegar myndir sem bárust í gegnum samfélagsmiðla og heimasíðu Hjólað í vinnuna, en besta myndin verður valin föstudaginn 27. maí. 

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna fer fram föstudaginn 27. maí klukkan 12:00 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal og eru allir velkomnir að mæta og þiggja léttar veitingar.  Vinningshafar í fyrstu 3 sætunum eru sérstaklega hvattir til að mæta en hægt er að skoða öll úrslit hér á heimasíðu Hjólað í vinnuna