Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Ársþing KLÍ

24.05.2022

 

Þann 22. maí sl. fór ársþing Keilusambands Íslands (KLÍ) fram í ÍR-heimilinu í Breiðholti. 

Jóna Guðrún Kristinsdóttir var kjörinn nýr formaður sambandsins og er hún fyrsta konan sem gegnir embætti formanns KLÍ í 30 ára sögu þess. Auk hennar voru kjörin í stjórn þau Guðmundur Sigurðsson, Vilhelm Einarsson, Gunnar Þór Ásgeirsson og varamennirnir þau Helga Hákonardóttir, Guðjón Júlíusson og Svavar Þór Einarsson. Fyrir í stjórn var Geirdís Hanna Kristjánsdóttir.

Þingforseti var Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ en einnig mætti Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ til þings og ávarpaði þingfulltrúa og gesti.

Frekari fréttir af þinginu og þeim málum sem voru tekin fyrir er hægt að nálgast á heimasíðu Keilusambands Íslands.

Myndir með frétt