Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Afreksbúðir ÍSÍ

16.05.2022

Afreksbúðir ÍSÍ fóru fram um helgina en þær eru ætlaðar iðkendum 18 ára og yngri sem eru í afreks- eða úrvalshópum hjá sérsamböndunum og eru það sérsamböndin sem tilnefna þátttakendur í afreksbúðirnar.

Á laugardaginn gafst tækifæri til þess að bjóða þátttakendum að mæta í Laugardalinn en undanfarin misseri hafa afreksbúðirnar aðallega farið fram með rafrænu sniði í formi fyrirlestra.

Boðið var uppá íþróttamælingar að þessu sinni og voru 22 iðkendur frá sjö sérsamböndum sem tóku þátt. Þátttakendur fengu niðurstöður úr mælingunum með sér heim og fengu fræðslu og útskýringar hjá sérfræðingum frá Háskóla Íslands sem sáu um mælingarnar. 

Þetta var síðasti viðburðurinn í afreksbúðunum að sinni en alls hafa fjórir viðburðir farið fram í vetur. Frábærir fyrirlesarar hafa komið með fræðsluerindi sem flest er hægt að nálgast hér á heimasíðu ÍSÍ og eru aðgengileg öllum. Stefnt verður á að fara aftur af stað með afreksbúðirnar í haust og fá sérsamböndin nánari upplýsingar um það þegar nær dregur.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þakkar þátttakendum og öllum þeim sem komu að afreksbúðunum í vetur fyrir góðar undirtektir.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá afreksbúðunum sem fóru fram um helgina en áhugasamir geta nálgast fleiri myndir hér á myndasíðu ÍSÍ.

 

Myndir með frétt