Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13.05.2025 - 13.05.2025

Ársþing ÍBV 2025

Ársþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV)...
9

Nýr formaður hjá HSV

12.05.2022

 

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV) fór fram 11. maí sl. í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Ásgerður Þorleifsdóttir, sem verið hefur formaður HSV frá árinu 2018, gaf ekki áfram kost á sér í embættið og var Lára Ósk Pétursdóttir kjörin sem nýr formaður HSV. Lára Ósk sat áður í stjórn HSV þannig að hún þekkir vel til starfsemi sambandsins. Formannsskiptin fóru fram í fjarveru bæði fráfarandi formanns og nýkjörins formanns en það kom ekki að sök.

Þingið var vel sótt og starfssamt en nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu, þar á meðal ein tillaga um breytingu á lögum HSV.

Ársskýrsla HSV.

Ársreikningur HSV.