Hjörleifur Kristinn áfram formaður HSH
Ársþing Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) var haldið í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík 26. apríl sl. Þingstörf voru hefðbundin og var mæting góð.
Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson var endurkjörinn formaður sambandsins og með honum í stjórn eru Berglind Long, Garðar Svansson, Kristfríður Rós Stefánsdóttir og Laufey Bjarnadóttir.
Afhentar voru viðurkenningar til íþróttafólks HSH ársins 2021 og var Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir, hestaíþróttakona kjörin Íþróttamaður HSH 2021 en hún var einnig kjörin Hestaíþróttamaður HSH 2021. Bjartur Bjarmi Barkarson var kjörinn Knattspyrnumaður HSH, Pétur Már Ólafsson Skotíþróttamaður HSH, Rebekka Rán Karlsdóttir var kjörin Körfuknattleiksmaður HSH og stjórn meistaraflokks Víkings, Ólafsvík hlaut titilinn Vinnuþjarkur HSH.
Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sóttu þingið fyrir hönd sambandsins.