Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Aðalfundur Íslenskrar getspár 2022

28.04.2022

 

Aðalfundur Íslenskrar getspár fór fram á Grand Hótel Reykjavík mánudaginn 25. apríl sl. Þóra Margrét Þórarinsdóttir stjórnarformaður Íslenskrar Getspár setti fundinn. Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ var settur fundarstjóri. Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár fylgdi úr hlaði ársskýrslu fyrirtækisins og gerði ítarlega grein fyrir helstu þáttum í starfsemi, þróun og áskorunum í starfseminni. Rekstur Getspár hefur gengið vel og hefur íþróttahreyfingin notið góðs af því. 

ÍSÍ er einn þriggja eignaraðila Getspár og á tvo fulltrúa í stjórn fyrirtækisins. Til næstu tveggja ára eru fulltrúar ÍSÍ í stjórninni þeir Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Gunnar Bragason gjaldkeri. Til vara þau Knútur G. Hauksson og Olga Bjarnadóttir, meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ.

Fulltrúar ÍSÍ á aðalfundinum voru Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ, Knútur G. Hauksson, Olga Bjarnadóttir og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ.