Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
1

„Hefur gert starfið mun skilvirkara og öflugra“

11.04.2022

 

Golfklúbbur Vestmannaeyja (GV) fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ föstudaginn 8. apríl síðastliðinn.  Það var Leifur Jóhannesson stjórnarmaður og formaður unglinga- og afreksnefndar GV sem tók við viðurkenningunni úr hendi Elíasar Atlasonar verkefnastjóra hjá ÍSÍ í fallegu veðri á golfvellinum í Vestmannaeyjum.

„Við í Golfklúbbi Vestmannaeyja erum stolt af viðurkenningu ÍSÍ sem Fyrirmyndarfélag.  Að vinna eftir Fyrirmyndarhandbók félagsins hefur gert starfið mun skilvirkara og öflugra“ sagði Karl Haraldsson golfkennari af þessu tilefni.