Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Ályktun vegna umræðu um þjóðarleikvanga

31.03.2022

Framkvæmdastjórn ÍSÍ fundaði síðdegis í gær og ályktaði eftirfarandi vegna umræðu um þjóðarleikvanga.

Að undanförnu hefur stýrihópur verið að störfum á forræði ríkisstjórnarinnar til þess að meta þörf fyrir þjóðarleikvanga, forgangsraða þeim framkvæmdum og móta næstu skref. Er það gríðarlega mikilvæg vinna til að undirbúa uppbygginguna framundan.

Stýrihópurinn mun vera að ljúka störfum og fagnar framkvæmdastjórn ÍSÍ því en harmar hins vegar að ekki sé gert ráð fyrir fjármögnun þeirra framkvæmda í nýframlagðri fjármálaáætlun.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ telur það algerlega óásættanlegt ef ekki verður unnt að hefja á þessu ári undirbúning að byggingu þjóðaleikvanga og leggja þannig af stað í þá vegferð sem nauðsynleg er til að tryggja að íslensk landslið geti keppt á löglegum heimavöllum á Íslandi á allra næstu árum. Það er ekki lengur hægt að víkja sér undan því að bregðast við þeim algerlega ófullnægjandi aðstæðum sem mörg landsliða okkar búa við. Því er brýnt að gert sé ráð fyrir framkvæmdunum í fjármálaáætlun þannig að það fjármagn sem rætt er um að eigi að nota til þessara framkvæmda verði sérstaklega eyrnamerkt þeim.“