Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ársþing GLÍ

23.03.2022

58. ársþing Glímusambands Íslands (GLÍ) fór fram í Leifsbúð í Búðardal laugardaginn 19. mars sl.  Sterk hefð er fyrir glímuiðkun á svæði Ungmennasambands Dalamanna og N-Breiðfirðinga, innan Glímufélags Dalamanna þar sem margir góðir glímuiðkendur hafa tekið sín fyrstu spor í íþróttinni. 

Svana Hrönn Jóhannsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins og þau Guðmundur Stefán Gunnarsson, Einar Eyþórsson og Jana Lind Ellertsdóttir voru einnig endurkjörin í stjórn sambandsins. Hjörtur Elí Steindórsson gaf ekki áfram kost á sér í stjórn og var Margrét Rún Rúnarsdóttir kjörin í hans stað. 

Í varastjórn sitja Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir og Kristín Embla Guðjónsdóttir.

Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og flutti stutt ávarp við þingsetningu.