Hilmar Snær keppti í morgun á Paralympics í Peking
10.03.2022
Hilmar Snær Örvarsson keppti í stórsvigi á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í morgun, en náði ekki að ljúka keppni. Hann var einn af tíu keppendum sem féllu í fyrri ferðinni, alls kepptu 44.
Santeri Kiiveri frá Finnlandi bar sigur úr býtum.
Hilmar Snær keppir næst í svigi aðfaranótt sunnudags. Svigið er hans aðalgrein.