Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Anna María Alfreðsdóttir keppir um brons á EM U21 í bogfimi

17.02.2022

 

Anna María Alfreðsdóttir í íþróttafélaginu Akur vann sig upp í brons leikinn á Evrópumeistaramótinu í bogfimi.

Fyrr í dag vann Anna í 8 manna úrslitum gegn Pil Munk Carlsen frá Danmörku á Evrópumeistaramótinu í bogfimi. Eftir spennandi leik var staðan 143-142 Önnu í hag og hélt hún því áfram í undanúrslit trissuboga kvenna U21.

Í undanúrslitum var keppt um hver myndi fara í gull eða brons leikinn. Þar keppti Anna gegn Lok Songul frá Tyrklandi í gífurlega spennandi leik þar sem þær skiptust á að halda forskotinu. Anna tapaði þeim leik naumlega, 145 -141 og mun því keppa um bronsið á laugardaginn.

Þetta er í annað skiptið sem íslenskur keppandi keppir um verðlaun í U21 flokki á Evrópumeistaramóti.



Myndir: archery.is

Myndir með frétt