Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Peking 2022 / Keppnisdagur að baki hjá Sturlu, Isaki og Snorra

16.02.2022

Sturla Snær Snorrason keppti í svigi karla á Vetrarólympíuleikunum í nótt. Sturla var með rásnúmer 47 í keppninni. Ofarlega í brautinni missti hann af beygju og keyrði út úr brautinni. Þar með féll hann úr keppni og hefur því lokið þátttöku á leikunum í ár.

Þess má geta að efsti hluti brautarinnar var mörgum erfiður og féllu tugir úr keppni á þessum hluta.

Í morgun kepptu svo Snorri Einarsson og Isak Stianson Pedersen í undankeppni liðakeppninnar í sprettgöngu. Fjögur efstu liðin í hvorum riðli komast áfram og þar sem Snorri og Isak voru í 10. sæti í sínum riðli þá lauk þeirra liðakeppni þarna.

Snorri gekk fyrsta, þriðja og fimmta legginn en Isak annan, fjórða og sjötta legginn. Þeir gengu á tímanum 21:05,66 eða nítjánda besta tímanum í undankeppninni, þegar horft er til beggja undanriðlanna. Sem skilar þeim 19. sæti.

Isak hefur þá lokið keppni á Vetrarólympíuleikunum en Snorri er einn eftir af íslensku keppendunum og mun keppa í 50 km göngu um helgina, sem verður hans lokagrein á leikunum.

Mynd: samsett, Anoc/Inovafoto, AFP