Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Peking 2022 / Sturla Snær laus úr einangrun

11.02.2022

 

Sturla Snær Snorrason, keppandi á Vetrarólympíuleikunum í Peking, er laus úr einangrun og mættur aftur í Ólympíuþorpið í Yanqing.

Það var laugardaginn 5. febrúar sl. sem að Sturla Snær greindist jákvæður á PCR-prófi í Ólympíuþorpinu og þar sem hann var með einkenni var hann fluttur á sjúkrahús í Peking. Mjög flóknar reglur eru í gildi í Kína varðandi einangrun og sóttkví og þurfa PCR-próf að vera yfir ákveðnum gildum til að losna úr einangrun og/eða sóttkví.

Sturla Snær er enn á batavegi en hefur nú losnað úr einangrun og er nú kominn í sóttkví sem hann verður í næstu daga, en í sóttkví má hann æfa og undirbúa sig undir keppni. Niðurstöður PCR-prófa eru ekki enn orðin neikvæð, en eru á réttri leið. Til að mega keppa á leikunum þarf að sýna fram á neikvætt próf, en áfram mun framvinda næstu daga skera úr um framhaldið.