Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Íslenski hópurinn á ÓL í Peking

20.01.2022

Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest val á keppendum og öðrum þátttakendum á Vetrarólympíuleikana í Peking í Kína en leikarnir fara fram 4.- 20. febrúar nk.

Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaskíðasambandinu (FIS) hefur Ísland fengið úthlutað kvóta fyrir einn keppanda í alpagreinum karla, einn keppanda í alpagreinum kvenna, einn keppanda í skíðagöngu kvenna og tvo keppendur í skíðagöngu karla. Alls er því um fimm keppendur að ræða og hefur verið staðfest við FIS að Ísland muni nýta þann kvóta að fullu. Úthlutun kvóta byggir á lágmörkum og árangri íslenskra keppenda á alþjóðlegum mótum og formlegum listum FIS útgefnum þann 17. janúar 2022.

Eftirtaldir keppendur verða fulltrúar Íslands á XXIV Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022:

  • Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna - svig, stórsvig og risasvig
  • Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla - svig og stórsvig
  • Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna - sprettganga
  • Snorri Einarsson, skíðaganga karla - 15 km F (frjáls aðferð), 30 km skiptiganga, 50 km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu
  • Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla - sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu

Aðrir þátttakendur verða:

Andri Stefánsson aðalfararstjóri, Líney Rut Halldórsdóttir aðstoðarfararstjóri, Dagbjartur Halldórsson flokksstjóri skíðamanna, Örnólfur Valdimarsson læknir, Patrick Renner þjálfari alpagreina, Anders Petter Robertsson þjálfari alpagreina, Erla Ásgeirsdóttir þjálfari alpagreina, Vegard Karlström aðalþjálfari skíðagöngu, Thorstein Hymer aðstoðarþjálfari skíðagöngu, Erlend Skippervik Sætre aðstoðarþjálfari/sjúkraþjálfari skíðagöngu.

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Bjarni Th. Bjarnason formaður Skíðasambands Íslands verða viðstaddir setningarhátíð leikana og fyrstu keppnisdagana.

Upplýsingasíða ÍSÍ um leikana.