Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Engir almennir áhorfendur á ÓL í Peking

17.01.2022

Í dag var tilkynnt að engir almennir áhorfendur verða á Vetrarólympíuleikunum í Peking í Kína nú í febrúar.
Þetta er gert til að vernda íþróttafólkið og þátttakendur í leikunum og sporna við frekari kórónuveirusmitum í Kína. Áður hafði verið tilkynnt að engir áhorfendur utan Kína yrðu leyfðir á leikunum.

Mögulega verður ákveðnum boðsgestum í smærri hópum, sem uppfylla allar kröfur varðandi sóttvarnir, boðið að vera viðstaddir viðburði leikanna eftir því sem því verður komið við. Þetta verða því aðrir Ólympíuleikarnir í sögunni sem fara fram í nánast tómum mannvirkjum.

Miklar kröfur eru gerðar um sóttvarnir á leikunum í Peking og flækir það málin að Ólympíuþorpin eru þrjú, þ.e. eitt í Pekingborg og tvö í fjöllunum upp af Peking. Það verða því nokkur sóttvarnarsvæði sem verður að vernda og gæta að því að samgangur sé í lágmarki á milli svæða.

Þegar Sumarólympíuleikarnir voru settir í Peking árið 2008 þá voru 91.000 áhorfendur viðstaddir setningarhátíðina í Hreiðrinu (Bird's Nest) og stemningin eftir því. Fyrir þá sem hafa upplifað Ólympíuleika fyrir fullu húsi er erfitt að sjá fyrir sér viðburði á Ólympíuleikum í tómum mannvirkjum.

Meðfylgjandi mynd er tekin á setningarhátíð leikanna í Peking 2008.