Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

ÍSÍ auglýsir eftir liðsauka fyrir EYOF í Vuokatti

12.01.2022

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir aðila á aldrinum 20 til 25 ára sem brennur fyrir íþróttum og hefur áhuga á að verða hluti af íslenska hópnum sem fer á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Vuokatti í Finnlandi 19. til 26. mars 2022. Viðkomandi þarf að sjá um að miðla fréttum, myndum og öðru efni frá leikunum á heimasíðu og samfélagsmiðlum ÍSÍ og þarf að vera tilbúinn til þess að aðstoða fararstjóra með ýmis tilfallandi verkefni. 

Viðkomandi þarf að uppfylla eftirfarandi kröfur: 

  • Geta unnið vel sjálfstætt 
  • Búa yfir góðri samskiptahæfni og geta unnið vel með fólki
  • Hafa góða færni í bæði ensku og íslensku
  • Hafa góða þekkingu á notkun og birtingu á samfélagsmiðlum
  • Geta tekið viðtöl við íþróttafólk til birtingar á samfélagsmiðlum
  • Geta klippt til myndbönd og myndir til birtingar á samfélagsmiðlum

 

Þetta er einstakt tækifæri til að upplifa ólympískan viðburð og fá fjölbreytta reynslu á einum af stærri vetraríþróttaviðburðum álfunnar. Hér er hægt að lesa nánar um viðburðinn.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Kristín Birna Ólafsdóttir – kristino@isi.is s. 6963028

Umsóknir berast á netfangið kristino@isi.is ekki seinna en 6. febrúar 2021

Myndir með frétt