Setningarhátíð ÓL í París 2024 verður á Signu
Skipulagsnefnd Sumarólympíuleikanna í París 2024 hafa tilkynnt að setningarhátíð leikanna fari fram á ánni Signu í Parísarborg. Verður það í fyrsta sinn sem setningarhátíð fer fram utan hefðbundins mannvirkis/leikvangs. Ekki verður um hefðbundna inngöngu íþróttafólks að ræða heldur mun 160 báta floti flytja íþróttafólkið í fylkingu um 6 km leið á milli Pont d'Austerlitz og Pont d'léna. Áin, brýrnar og heimskunn kennileiti borgarinnar munu mynda stórkostlegan bakgrunn fyrir þennan einstæða atburð og sýna hundruðum milljóna sjónvarpsáhorfenda það besta af París. Þessi óvenjulega staðsetning setningarhátíðarinnar gerir það að verkum að hátíðin verður aðgengileg fyrir fleiri og áætlað er að a.m.k. 600 þúsund manns mun geta mætt notið hennar á staðnum. Það er tíu sinnum fleiri áhorfendur en gætu mætt á hátíðina ef hún yrði haldin á Stade de France leikvanginum.
Sumarólympíuleikar og Paralympics eru mestu íþróttaviðburðir heims, með annars vegar 10.500 þátttakendur í Ólympíuleikunum og 4.350 þátttakendur í Paralympics, frá 206 þjóðum frá fimm heimsálfum. Um 13 milljónir áhorfenda frá öllum heimshornum upplifa leikana í eigin persónu og 4 billjónir sjónvarpsáhorfenda fylgjast með viðburðunum í sjónvarpi í yfir 100 þúsund klukkustundum af útsendu efni.