Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Kvennahlaupsbolir í leikhúsi

15.12.2021

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands varð þess heiðurs aðnjótandi að fá leikkonur úr sviðslistahópnum Slembilukku í heimsókn á dögunum. Þær höfðu áhuga á að fá Kvennahlaupsboli lánaða til að nota í sýninguna Á vísum stað sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.

Starfsmenn Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ ásamt Kvennahlaupsnefnd ÍSÍ fóru á sýningu á dögunum og skemmtu sér vel.
Sýningin fjallar um að allir hlutir í geymslum eigi sér sögu.
Í verkinu gramsa leikarar í geymslum landsins til þess að komast að því hvað fólk geymir og af hverju. Hlutunum sem þær finna er svo komið fyrir á vísum stað, fyrir allra augum, í Borgarleikhúsinu.

Á myndunum eru höfundar og þátttakendur: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, Eygló Höskuldsdóttir Viborg og Laufey Haraldsdóttir

Myndir með frétt