Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

"Við berum stolt þessa viðurkenningu"

02.12.2021

 

Golfklúbbur Suðurnesja fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi félagsins sem haldinn var í golfskálanum í Leirunni þann 1. desember síðastliðinn.  Það var Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti formanni félagsins, Ólöfu Kristínu Sveinsdóttur, viðurkenninguna.  Á myndunum eru annars vegar þær Ragnhildur og Ólöf Kristín og hins vegar afrekskylfingarnir Logi Sigurðsson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson með fána Fyrirmyndarfélaga á milli sín.

„Það er mjög mikilvægt fyrir Golfklúbb Suðurnesja að vera Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og við berum stolt þessa viðurkenningu. Iðkendafjöldi í GS hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og þarf því að vanda til verka í starfinu í heild.  Viðurkenningin er gæðastimpill fyrir GS og er hluti af þeirri vinnu og sýn sem stjórnendur vilja hafa að leiðarljósi á komandi árum”, sagði Andrea Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja af þessu tilefni.

Myndir með frétt