Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

"Við hjá Nesklúbbnum erum afar stolt af því að vera Fyrirmyndarfélag ÍSÍ"

26.11.2021

 

Golfklúbbur Ness fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi félagsins á Seltjarnarnesi fimmtudaginn 25. nóvember síðastliðinn.  Það var Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti fráfarandi formanni félagsins Kristni Ólafssyni viðurkenninguna.  Mikil uppbygging hefur átt sér stað innan félagsins að undanförnu og hefur iðkendum fjölgað afar mikið.  Á myndunum eru annars vegar Kristinn Ólafsson og Ragnhildur Skúladóttir og hins vegar nýr formaður félagsins, Þorsteinn Guðjónsson ásamt Kristni með fána Fyrirmyndarfélaga.

"Við hjá Nesklúbbnum erum afar stolt af því að vera hluti af glæsilegum hópi íþróttafélaga sem bera gæðastimpil ÍSÍ sem Fyrirmyndarfélög.  Með auknum iðkendafjölda undangengin ár var ákveðið að yfirfara starfið í heild og stefna að því að starfið stæðist þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir til Fyrirmyndarfélaga ÍSÍ. Við ætlum okkur að verða lýðheilsuafl á Seltjarnarnesi á komandi árum og sinna kylfingum okkar á öllum aldri eftir bestu getu og er gæðastimpill þessi á starfið okkar mikilvægur liður á þeirri vegferð" sagði Steinn Gunnarsson íþróttastjóri félagsins af þessu tilefni.

Myndir með frétt