Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Rúmenskur sundmaður kjörinn Besti ungi íþróttamaður Evrópu 2021 (sumariþróttir)

26.11.2021

 

41. EOC Seminar stendur nú yfir í Samorin í Slóvakíu. Þar er meðal annars kosið um viðurkenninguna the 2021 Piotr Nurowski “Best Summer European Young Athlete” Prize. Verðlaunin eru kennd við Piotr Nurowski, fyrrum forseta Ólympíunefndar Póllands. Piotr fórst í flugslysi við borgina Smolensk í Rússlandi árið 2010, ásamt pólsku forsetahjónunum og fleiri háttsettum aðilum frá Póllandi.

Að þessu sinni var það rúmenski sundmaðurinn David Popovici sem hlaut verðlaunin. David er 16 ára og var yngsti meðlimur rúmenska Ólympíuhópsins á Sumarólympíuleikunum í Tókýó þar sem hann kom fjórði í mark í 200 m skriðsundi og sjöundi í 100 m skriðsundi. Hann keppir í skriðsundi og setti meðal annars heimsmet unglinga í 100 m skriðsundi og Evrópumet unglinga í 200 m skriðsundi á árinu.  David vann gullverðlaun í 100 m skriðsundi á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Baku 2019 þar sem hann vann einnig til silfurverðlauna í bæði 50 m og 200 m skriðsundi.

Titlinum fylgir styrkur að upphæð ríflega 2.2 millj. íslenskra króna.

Annað evrópskt íþróttafólk sem komu til greina í kjörinu: Adriana Vilagos frá Serbíu (frjálsíþróttir), Adriana Cerezo Iglesias frá Spáni (taekwondo), Sky Brown frá Bretlandi (hjólabretti), og Viktoria Listunova frá Rússlandi (fimleikar).

Mynd/EOC.