Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Hulda Bjarnadóttir nýr forseti GSÍ

22.11.2021

Ársþing Golfsambands Íslands fór fram 19. nóvember sl. á Fosshótelinu í Reykjavík. Þingið var vel sótt og voru mörg mál til umræðu. Hagnaður sambandsins var tæplega 30 milljónir króna, sem rekja má m.a. til aukinna tekna frá samstarfsaðilum og auknum félagagjöldum vegna fjölgunar iðkenda. Heildarvelta sambandsins var um 200 milljónir króna. Fjöldi iðkenda í golfi hefur aldrei verið meiri. Hlutfall kvenna er komið í 33% og yfir 30% fjölgun var í aldurshópnum 16-29 ára. Skýrslu stjórnar GSÍ og nánari upplýsingar varðandi þingið er að finna á heimasíðu GSÍ.

Haukur Örn Birgisson gaf ekki áfram kost á sér í embætti formanns og var Hulda Bjarnadóttir kjörin nýr forseti GSÍ. Kjör Huldu mótar sérstök spor í sögu GSÍ því Hulda er fyrsta konan til að gegna forsetaembættinu.  Með henni í stjórn sambandsins eru Birgir Leifur Hafþórsson, Hansína Þorkelsdóttir, Hjördís Björnsdóttir, Hörður Geirsson, Jón B. Stefánsson, Jón Steindór Árnason, Karen Sævarsdóttir, Ólafur Arnarson, Ragnar Baldursson og Viktor Elvar Viktorsson. Úr stjórn gengu, auk Hauks Arnar, þær Kristín Guðmundsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Voru þau öll sæmd heiðursviðurkenningu frá GSÍ fyrir störf sín í þágu golfhreyfingarinnar.

Golfklúbburinn Keilir hlaut Sjálfbærniverðlaun GSÍ og veitti Guðbjörg Guðmundsdóttir formaður klúbbsins viðurkenningunni viðtöku á þinginu. Á heimasíðu GSÍ kemur fram að Golfklúbburinn Keilir sé einn af þeim golfklúbbum sem hefur verið leiðandi á sviði sjálfbærni undanfarna áratugi innan golfhreyfingarinnar. Klúbburinn hafi ávallt sett í forgang og sýnt fram á að sjálfbærni- og umhverfissjónarmið eru í havegum höfð í innkaupum og allri starfsemi félagsins. Nánari upplýsingar um viðurkenninguna er að finna í frétt GSÍ.

Árný Lilja Árnadóttir hjá Golfklúbbi Skagafjarðar hlaut viðurkenninguna Sjálfboðaliði ársins hjá GSÍ. Þessi viðurkenning var veitt í fyrsta sinn árið 2014 og er Árný Lilja áttundi sjálfboðaliðinn sem hlýtur viðurkenninguna. Nánari upplýsingar er að finna í frétt GSÍ.

Andri Stefánsson starfandi framkvæmdastjóri ávarpaði þingið fyrir hönd ÍSÍ. Fleiri stjórnarmenn ÍSÍ voru á þinginu, í ýmsum hlutverkum.

Myndir/GSÍ.

Myndir með frétt