Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Formaður HSK hlýtur hvatningarverðlaun

10.11.2021

Guðríður Aadnegard, formaður Héraðsambandsins Skarphéðins, hlaut í gær hvatningarverðlaun Dags gegn einelti. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhentu Guðríði verðlaunin við hátíðlega athöfn í Rimaskóla.
Hér má sjá frétt mbl.is. Þar er einnig að finna myndir frá afhendingunni.

Fram kemur í frétt mbl.is frá athöfninni, að Guðríður varð fyr­ir val­inu vegna þess ómet­an­lega starfs sem hún hef­ur unnið í einelt­is­mál­um und­an­far­in ár. Hún sé einnig góð fyr­ir­mynd fyr­ir aðra kenn­ara þegar kem­ur að sam­skipta­mál­um nem­enda, að því er greint frá í til­nefn­ing­unni. Hún hafi í gegn­um tíðina látið mál­efni nem­enda sig sér­stak­lega varða og nálg­ast þau af mik­illi hlýju og virðingu. Þá hafi Guðríður einnig látið til sín taka á vett­vangi íþrótta þar sem hún starfaði í broddi fylk­ing­ar hjá HSK, UMFÍ og ÍSÍ. Þar hafi hún sem fyrr ávallt haft hag iðkenda að leiðarljósi og lagt ríka áherslu á góð sam­skipti inn­an vall­ar sem utan.

ÍSÍ óskar Guðríði hjartanlega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.