Þrír nýir Norðurlandameistarar í kraftlyftingum
09.11.2021Íslendingar eignuðust um helgina þrjá Norðurlandameistara á Norðurlandamóti unglinga í Pornainen í Finnlandi.
Alexandrea Rán Guðnýjardóttir varð Norðurlandameistari í klassískri bekkpressu í -63 kg flokki unglinga, Kristrún Sveinsdóttir varð Norðurlandameistari unglinga í klassískum kraftlyftingum í -57 kg flokki og Alexander Kárason varð Norðurlandameistari unglinga í -93 kg flokki á nýju glæsilegu íslandsmeti 737,5 kg.
Tveir Íslendingar til viðbótar, Emil Grettir Grettisson og Helgi Arnar Jónsson, unnu til silfurverðlauna á mótinu.
Vert er að minnast á að Eggert Gunnarsson og Gabríel Ómar Hafsteinsson kepptu einnig á Norðurlandamóti unglinga um helgina og lentu báðir í fjórða sæti, hvor í sínum flokki. Báðir voru með flottar persónulegar bætingar, Eggert 30 kg og Gabríel 15 kg.
ÍSÍ óskar þeim öllum til hamingju með glæsilegan árangur.
Alexandrea Rán Guðnýjardóttir varð Norðurlandameistari í klassískri bekkpressu í -63 kg flokki unglinga, Kristrún Sveinsdóttir varð Norðurlandameistari unglinga í klassískum kraftlyftingum í -57 kg flokki og Alexander Kárason varð Norðurlandameistari unglinga í -93 kg flokki á nýju glæsilegu íslandsmeti 737,5 kg.
Tveir Íslendingar til viðbótar, Emil Grettir Grettisson og Helgi Arnar Jónsson, unnu til silfurverðlauna á mótinu.
Vert er að minnast á að Eggert Gunnarsson og Gabríel Ómar Hafsteinsson kepptu einnig á Norðurlandamóti unglinga um helgina og lentu báðir í fjórða sæti, hvor í sínum flokki. Báðir voru með flottar persónulegar bætingar, Eggert 30 kg og Gabríel 15 kg.
ÍSÍ óskar þeim öllum til hamingju með glæsilegan árangur.
Myndir: kraft.is