Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Verum vakandi og hugum að sóttvörnum!

29.10.2021

 

Núgildandi reglur um takmarkanir á samkomum gilda til 17. nóvember nk. nema breytingar komi til.  Í ljósi þess að COVID-19 smitum hefur fjölgað hratt í samfélaginu undanfarna daga er vert að minna á eftirfarandi atriði er snerta íþróttastarf og koma fram í núgildandi reglum:  

  • Hámark 2.000 manns mega koma saman nema þar sem hraðprófa er krafist.
  • Engin grímuskylda er til staðar en 1 metra regla gildir milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
  • Á íþróttaæfingum og -keppnum barna og fullorðinna ber að þrífa reglulega búningsaðstöðu og sótthreinsa snertifleti milli hópa.
  • Loftræsting skal vera í lagi og loftað reglulega út yfir daginn.
  • Aðgengi að handspritti eða handþvottaaðstöðu skal vera gott. 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur alla til þess að gæta vel að persónubundnum sóttvörnum. Þó það sé ekki grímuskylda í samfélaginu er það val hvers og eins og fólk er hvatt til þess að nota grímuna þar sem það getur ekki viðhafið 1 metra fjarlægð frá ótengdum aðilum.

Reglugerð heilbrigðisráðherra sem gildir til 17. nóvember

Reglur sérsambanda vegna COVID-19

Ýmis fróðleikur og hjálplegt efni

Ef staða faraldursins heldur áfram að versna þá gæti komið til frekari takmarkana á samkomum.

Við þurfum því öll að vera á vaktinni.