Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Matthildur Óskarsdóttir heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu

29.10.2021

 

Matthildur Óskarsdóttir varð heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu í -84 kg flokki á heimsmeistaramótinu í bekkpressu og klassískri bekkpressu í Vilnius í Litháen í dag. Hún sigraði með nýju glæsilegu íslandsmeti, 117,5 kg. Matthildur gerði ógilt í fyrstu umferð 112,5 kg, en náði sér á strik í næstu umferð og kláraði svo 117,5 kg í þeirri þriðju.

Alexandra Rán Guðnýjardóttir vann silfurverðlaun í klassískri bekkpressu í -63 kg flokki á sama móti. Hún lyfti 97,5 kg og bætti sig þar um heil 5 kg.

ÍSÍ óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Myndir: Kraftlyftingasamband Íslands.

Myndir með frétt