Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

„Ávinningurinn er alltaf betra og faglegra starf sem og sterkari ímynd fyrir félagið”

27.10.2021

 

Íþróttafélagið Nes, íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ í íþróttahúsi Heiðarskóla miðvikudaginn 20. október síðastliðinn.  Þar stóð yfir æfing í boccia með yfirþjálfaranum Petrínu Sigurðardóttur sem einnig er stjórnarmaður í félaginu.  Það var Þórarinn Alvar Þórarinsson verkefnastjóri á Þróunar- og fræðslusviði ÍSÍ sem afhenti Petrínu viðurkenninguna. Á myndinni er Petrína með viðurkenninguna ásamt fjölmörgum iðkendum á boccia æfingunni.

Ragnar Birkir Bjarkarson formaður félagsins var ánægður með viðurkenninguna og telur hana hafa margvísleg jákvæð áhrif á starfsemi félagsins. 

„Ávinningurinn af því að vera Fyrirmyndarfélag er ekki einungis fjárhagslegur heldur er líklega einn stærsti kosturinn sá að með því er ákveðin vottun gefin um gæði Íþróttafélagsins.  Foreldrar munu væntanlega frekar vilja senda börn sín til Fyrirmyndarfélaga.  Þetta er einnig mikil hvatning til að halda áfram, þroskast sem íþróttafélag og vilja bæta starf okkar og gera enn betur.  Ávinningurinn er þá alltaf betra starf sem og betri og sterkari ímynd fyrir félagið okkar“.