Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

25. ársþing ANOC

27.10.2021

 

25. ársþing Heimssambands ólympíunefnda (ANOC) var haldið í Heraklion á grísku eyjunni Krít dagana 24. og 25. október.  Upprunalega átti að halda þingið í Seoul í Suður Kóreu en það var fært til Krítar vegna COVID-19 faraldursins. Fulltrúar frá 148 ólympíunefndum sóttu þingið á Krít en fulltrúar 57 ólympíunefnda tóku þátt í þinginu í gegnum fjarfundarbúnað.

Á dagskrá þingsins voru fjöldi kynninga um einstaka ólympíska viðburði sem og skýrslur vinnuhópa ANOC. Áhersla var á sjálfbærni og umhverfismál og lýsti þingið yfir stuðningi við yfirlýsingu Alþjóðaólympiunefndarinnar, IOC um að draga úr beinni og óbeinni losun gróðurhúsalofttegunda um 50% fyrir árið 2030.

Í tengslum við þingið var haldin vegleg veisla þar sem fram fór verðlaunaafhending til íþróttafólks, liða og landa sem tóku þátt í  Ólympíuleikunum í Tókýó. Athöfninni var sjónvarpað á grísku sjónvarpsstöðinni ERT og eins var hún sýnd í beinu streymi á YouTube stöð ANOC .

Kosningar verða haldnar á næsta ári þegar ársþing ANOC verður haldið í Seoul í Suður Kóreu, 19. – 21. október.  Starfandi forseti ANOC tilkynnti að hann hyggist bjóða sig fram til forsetaembættisins.

Andri Stefánsson starfandi framkvæmdastjóri ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi sátu þingið fyrir hönd ÍSÍ.

Hér má finna samantekt ANOC frá þinginu: https://www.anocolympic.org/anoc-new/resolutions-of-the-xxv-anoc-general-assembly-crete-2021/

Verðlaunahafar: https://www.anocolympic.org/anoc-new/anoc-awards-2021-honours-best-athletes-of-tokyo-2020/

Myndir með frétt