Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Jóhann Steinar kosinn formaður UMFÍ

21.10.2021

52. Sambandsþing UMFÍ fór fram 15. - 17. október 2021 á Húsavík. Rúmlega hundrað þingfulltrúar aðildarfélaga UMFÍ af öllu landinu sátu þingið og ræddu saman um fjölmörg málefni sem tengjast ungmennafélagshreyfingunni, þar á meðal því hvernig hægt er að bæta lýðheilsu landsmanna og starf íþróttafélaga. Umræðuefnin voru af ýmsu tagi og hafði fólk um margt að ræða enda 450 aðildarfélög innan UMFÍ, þar af öll helstu íþróttafélög landsins.

Jóhann Steinar Ingimundarson var kosinn nýr formaður UMFÍ. Hann tekur við af Hauki Valtýssyni, sem gegnt hefur embætti formanns frá árinu 2015 og ákvað að gefa ekki kost á sér að nýju. Jóhann var einn í framboði til formanns og því sjálfkjörinn.

Málfríður Sigurhansdóttir kom ný inn í stjórn UMFÍ. Önnur kosin í stjórn voru þau Gunnar Þór Gestsson, Ragnheiður Högnadóttir, Guðmundur Sigurbergsson, Gunnar Gunnarsson, og Sigurður Óskar Jónsson. Í varastjórn voru kosin þau Hallbera Eiríksdóttir, Lárus B. Lárusson, Gissur Jónsson og Guðmunda Ólafsdóttir.

Anna Ragnheiður Möller og Kristján Elvar Yngvason bættust við í hóp heiðursfélaga UMFÍ og væru sæmd heiðursfélagakrossi.

Hjónin Gunnhildur Hinriksdóttir og Sigurbjörn Árni Arngrímsson ásamt Jóhönnu S. Kristjánsdóttur voru sæmd gullmerki UMFÍ. Ungmennafélagið Fjölnir, Ungmennafélag Njarðvíkur og Keflavík íþrótta- og ungmennafélag, hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ.

Myndir: UMFÍ

Myndir með frétt