Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Ólympíuhlaup ÍSÍ - þrír skólar dregnir út

18.10.2021

Ólympíuhlaup ÍSÍ var formlega sett í Grunnskóla Reyðarfjarðar þann 9. september síðastliðinn. Með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur í grunnskólum landsins til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur geta nú eins og áður valið um þrjár vegalengdir, þ.e. 2,5 km, 5 km og 10 km. Hver skóli sem tekur þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ fær viðurkenningu þar sem fram kemur hversu margir nemendur tóku þátt og heildarfjöldi kílómetra sem nemendur lögðu að baki. Þátttakan í ár er mjög góð, en nú þegar hafa 62 skólar skilað inn niðurstöðum og hafa 14.881 nemendur hlaupið 58.333 kílómetra eða rúmlega 44 sinnum í kringum landið.

Í ár eins og undanfarin ár hafa þrír skólar sem lokið hafa hlaupinu og skilað inn upplýsingum til ÍSÍ verið dregnir út. Þessir skólar eru Vogaskóli í Reykjavík, Bláskógaskóli á Laugarvatni og Heiðarskóli í Reykjanesbæ.  Hver þessara þriggja skóla fær 100.000 króna inneign í Altis, en Altis selur vörur til íþróttaiðkunar sem nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þakkar öllum þeim skólum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna, en bendir jafnframt á að enn er hægt að hlaupa og fá viðurkenningarskjal þó að búið sé að draga út vinningana.

Samstarfsaðilar Ólympíuhlaups ÍSÍ eru Mjólkursamsalan sem hefur styrkt útgáfu viðurkenningarskjala frá upphafi, og Íþrótta- og heilsufræðingafélag Íslands.

Skráning fer fram hér.

Myndir frá Ólympíuhlaupi ÍSÍ má sjá á myndasíðu ÍSÍ hér