Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Skólablak og Íþróttavika Evrópu/BeActive

15.10.2021

Blaksamband Íslands (BLÍ), í samstarfi við Evrópska blaksambandið (CEV), ÍSÍ, UMFÍ og blakfélög í landinu, stendur fyrir viðburðinum Skólablak fyrir grunnskólakrakka í 4.-6. bekk um allt land. Skólablakið er röð blakviðburða sem haldnir verða á landsvísu í október. Þetta er þriðja árið sem að viðburðurinn er haldinn og áætlað er að hann verði haldinn með svipuðu sniði næstu fjögur árin.

ÍSÍ kemur að verkefninu í tengslum við Íþróttaviku Evrópu/BeActive með styrk frá Evrópusambandinu, Erasmus+. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við hreyfingarleysi meðal almennings. Hér má kynna sér nánar Íþróttaviku Evrópu.

Markmið Skólablaksins er að auka þátttöku barna í blaki á landsvísu með því að hafa leikreglurnar einfaldar og þægilegar svo að börn á öllum getustigum geti tekið þátt í leiknum. Auk þess er markmiðið að bjóða upp á skemmtilegan viðburð fyrir börn á þessum aldri þar sem þau fá ánægjulega upplifun af hreyfingu og keppni.

Viðburðirnir verða haldnir á 11 stöðum um landið í október 2021 og gert er ráð fyrir nokkuð hundruð grunnskólanemendum á Skólablakið á hverjum viðburði. Reiknað er með að þúsundir grunnskólabarna um allt land muni kynnast blakíþróttinni á næstu árum. Næstu viðburðir eru sem hér segir:

  • 18. október, ÍR-heimilið, Reykjavík
  • 19. október, ÍR-heimilið, Reykjavík
  • 20. október, Kórinn, Kópavogi
  • 22. október, Skessan, Hafnarfirði
  • 29. október, Fellið Varmá, Mosfellsbæ 

Nánari upplýsingar um verkefnið Skólablak er að finna á heimasíðu Blaksambandsins.


Myndir með frétt