Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Heimsókn frá nemum í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands

28.09.2021

Mánudaginn 27. september sl. fékk Almenningsíþróttasvið ÍSÍ, nema af 2. ári í Sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands í heimsókn. Nemarnir eru að vinna verkefni í áfanganum Heilsuefling I og áttu nemendur að kynna sér heilsueflandi verkefni sem eru og hafa verið í gangi. Þeir fengu því kynningu á Lífshlaupinu, verkefni Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, . Starfsmenn Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ áttu með þeim virkilega skemmtilegt spjall.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hefur verið haldið síðan árið 2006. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Nánari upplýsingar um ráðleggingar um hreyfingu má finna á síðu Embætti landlæknis. Sjá nánar á www.lifshlaupid.is

Til gamans má geta þess að árið árið 2021 voru 22.645 þátttakendur í Lífshlaupinu sem hreyfðu sig 21.441.027 mínútur þessar þrjár vikur sem átakið stóð yfir.
Lífshlaupið 2022 hefst miðvikudaginn 2. febrúar

Á myndinni eru frá vinstri Linda Laufdal, Ómar Atli Sigurðsson, Arnór Smári Sverrisson og Hrönn Guðmundsdóttir.