Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Afreksbúðir ÍSÍ fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk

27.09.2021

Laugardaginn 25. september var fyrsti fyrirlesturinn í Afreksbúðum ÍSÍ 2021-2022 en sérsambönd ÍSÍ tilnefna íþróttafólk úr sínum röðum á aldrinum 15-18 ára í Afreksbúðir ÍSÍ. Mæting var vonum framar en um tuttugu mættu í sal og tæplega 40 tóku þátt í gegnum fjarbúnað. Myndaðist skemmtileg stemning og voru umræður líflegar. Þórey Edda Elísdóttir, formaður fagráðs Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ ávarpaði hópinn í upphafi og miðlaði af reynslu sinni sem afreksíþróttakona og Ólympíufari.

Þátttakendur gátu mætt í Íþróttamiðstöðina í Laugardal til að fylgjast með fyrirlestrinum en einnig var hægt að fylgjast með í gegnum Teams. Fleiri fyrirlestrar verða haldnir fyrir ungt og upprennandi íþróttafólk sérsambanda ÍSÍ á næstu mánuðum. 

Íþróttasálfræðingurinn Hreiðar Haraldsson hjá Haus hugarþjálfun var með fyrsta fyrirlesturinn í lotunni. Fyrirlesturinn fjallaði um kvíða fyrir keppnum sem er algengur meðal íþróttafólks og getur haft áhrif á líðan og frammistöðu þess. Mikilvægt er að íþróttafólk hafi verkfæri í sínum verkfærakassa til að takast á við kvíðann svo hann hafi sem minnst áhrif á líðan og frammistöðu. Hreiðar útskýrði á fyrirlestrinum hvað kvíði fyrir keppnum er og hvernig árangursríkast er að takast á við hann.

Áhugasamir geta séð fyrri fyrirlestra, frá tímabilinu 2020-2021, hér á heimasíðu ÍSÍ en marga áhugaverða fyrirlestra er að finna þar, sem geta nýst áhugasömu íþróttafólki.

Myndir með frétt