Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Hreyfum okkur saman í Íþróttaviku Evrópu

23.09.2021

Íþróttavika Evrópu (The European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september í yfir 30 Evrópulöndum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur líkt og undanfarin ár hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið vegna Íþróttaviku Evrópu.

Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive og til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Íþróttavika Evrópu er nú hafin með fullt af fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum um allt land. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur alla sem hafa áhuga á að kynna sér verkefnið nánar og allt það sem í er boði er með því að kíkjainná www.beactive.is eða á Facebook síðu verkefnisins undir BeActive Iceland. 

ÍSÍ hvetur almenning að skella sér á opna æfingu eða prófa eitthvað alveg nýtt og deila því svo með okkur á @BeActive.is.

Frekari upplýsingar gefur Hrönn Guðmundsdóttur sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ á netfangið hronn@isi.is eða í síma 514 4000. 

 

Myndir með frétt