Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
22

Móttaka til heiðurs Ólympíuförum ársins

16.09.2021

Í gær miðvikudaginn 15. september buðu Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra til móttöku  í Hörpu til heiðurs íslensku keppendunum á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra sem fram fóru í Tókýó fyrir stuttu. Á dagskrá voru létt ræðuhöld og allir þátttakendurnir í leikunum fengu afhent viðurkenningarskjöl frá Alþjóðaólympíunefndinni og einnig frá ÍSÍ.Að því loknu var boðið upp á veitingar og hópurinn fékk góðan tíma til að spjalla saman og rifja upp skemmtileg atvik frá leikunum. Af keppendum á Ólympíuleikunum voru Anton Sveinn Mckee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir fjarverandi en þau búa erlendis og stunda sína íþrótt þar.

Í lok móttökunnar var samningur undirritaður á milli félagsmálaráðuneytisins og Íþróttasambands fatlaðra um 30 milljónir, sem ætlaðar eru til tækjakaupa fyrir afreksfólks. Á það þá við um búnað til iðkunar, svo sem sérútbúin hjól, skíði og þess háttar sem gera fötluðum kleift að stunda sína íþrótt á samkeppnishæfum grundvelli. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF skrifuðu undir þennan tímamótasamning.

Myndir með frétt