Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Nikolay endurkjörinn í stjórn Evrópska Skylmingasambandsins

14.09.2021

Nikolay Mateev, formaður Skylmingasambands Íslands, var endurkjörinn í stjórn Evrópska Skylmingasambandsins (EFC) á kosningaþingi sambandsins sem haldið var dagana 10.-11. september sl. í Sochi í Rússlandi. Nikolay, sem hefur gegnt embætti varaforseta EFC var einnig endurskipaður í það embætti til næstu þriggja ára. Stanislav Pozdnyakov frá Rússlandi var endurkjörinn forseti sambandsins.

Nikolay hefur setið í nefnd Alþjóðaskylmingasambandsins (FIE) um kynningar-, samskipta- og markaðsmál allt frá árinu 2008 og er núverandi formaður þeirrar nefndar.

Það er mikill fengur fyrir íslenska skylmingahreyfingu að hafa Nikolay í þessum embættum og heiður fyrir íslenska íþróttahreyfingu að eiga fulltrúa í æðstu stjórn skylmingaíþróttarinnar í Evrópu.

Mynd/SKY.  Frá vinstri:  Nikolay Mateev (ISL) varaforseti EFC, Stanislav Pozdnyakov (RUS) forseti EFC og Jacek Slupski (POL) framkvæmdastjóri EFC.