Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Stjórnendaþjálfun 2021

03.09.2021

Námskeið í stjórnendaþjálfun verður haldið 22.-24. september 2021 í samstarfi við Ólympíusamhjálpina. Skráning er opin og lýkur 10. september. Þetta er birt með fyrirvara um að hægt verði að halda námskeiðið vegna sóttvarnareglna sem verða í gildi á þeim tíma!

Námskeiðið er byggt á efni frá Alþjóðaólympíunefndinni en hefur verið aðlagað fyrir íslenskan raunveruleika. Aðalkennari á námskeiðinu verður Gunnar Jónatansson stjórnendamarkþjálfi ásamt starfsfólki ÍSÍ. Námskeiðinu er ætlað að vera upplýsandi, fræðandi og praktískt fyrir þátttakendur til að efla þá í þeim störfum sem þeir sinna innan íþróttahreyfingarinnar. Skilyrði fyrir þátttöku er að viðkomandi skuldbindi sig til að sitja allt námskeiðið. Búast má við einstaklingsvinnu og hópavinnu. Veittar verða viðurkenningar í lok námskeiðisins frá IOC.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 30 manns. - fyrirvari um breytingar vegna sóttvarnarreglna sem verða í gildi.

Markhópur: Framkvæmdarstjórar, starfsmenn, stjórnarfólk sérsambanda, íþróttahéraða/íþróttabandalaga og íþróttafélaga.

Námskeiðslýsing:
Námskeiðinu er skipt í 5 lotur.

Miðvikudaginn 22. september (kl.16:00)
1. Lota: Fjallar um Alþjóðaólympíuhreyfinguna og lagaumhverfi íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.

Fimmtudaginn 23. september (kl:9:00 - 16:00)
2. Lota: Farið er ítarlega í daglega verkefnastjórnun og tímastjórnun. Þátttakendur fá ráð sem nýtast til að auka yfirsýn og leiðir til að stýra áreiti og auka einbeitingu. Mikilvægt er að bera ábyrgð á eigin verkefnum og vinnutíma og finna muninn á því að vera við stjórn í stað þess að láta áreitið og umhverfið ráða ferðinni.

3. Lota: Farið verður í að skilgreina hlutverk og ábyrgðasvið starfsmanna, stjórnar, nefnda, félagsmanna, foreldra og iðkenda. Í framhaldi af þeirri vinnu verður kannað hvar teymi hvers og eins er statt og leiðir til að bæta það sem er ábótavant. Fundir eru einn stæsti tímaþjófur teyma, við skoðum öflugar leiðir til að bæta skilvirkni funda.

Föstudagur 24. september (kl:9:00)
4. Lota: Ef þú getur ekki mælt árangur með skýrum hætti, getur þú ekki bætt hann eða aukið. Hér verður fjallað um leiðir til að mæla virði þitt sem stjórnanda og hvernig teymi geta sett upp árangursmælikvarða. Þessi lota endar á stjórnun og lausn ágreinings með aðferðum markþjálfunar.

5. Lota: Að vera í stjórnunarhlutverki eða með hatt yfirmanns tryggir á engan hátt virðingu né að manni sér fylgt í átt að settu marki. Rannsóknir sýna að það sem laðar aðra til samstarfs við þig, er hversu vel fólki líkar við þig. Farið verður yfir nokkur skref til að bæta áhrif þín sem stjórnanda. Öflug teymi ná betri árangri en einstaklingar. Það þarf að hlúa vel að einstaklingunum sem mynda teymin og gefa þeim tækifæri til að bæta sig og vaxa í sínu hlutverki. Við nefnum nokkrar lykilleiðir til að efla og bæta starfsmenn, þjálfara o.fl

Innifalið í námskeiðinu er léttur kvöldverður á miðvikudag, kaffiveitingar og hádegismatur á fimmtudag og föstudag.
Kostnaður pr. þátttakanda er 25.000 kr.

Skráning hér.