Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Kveðjuhóf á Bessastöðum

13.08.2021

Paralympics fara fram í Tókýó dagana 24. ágúst – 5. september næstkomandi. Alls munu sex íslenskir keppendur taka þátt á leikunum og munu fimm af þeim taka þátt í sínum fyrstu leikum á ferlinum.

Miðvikudaginn 11. ágúst fór hópurinn í heimsókn til forsetahjónanna á Bessastöðum. Forsetahjónin, Guðni Th. og Eliza, tóku vel á móti hópnum og var boðið upp á dýrindis pönnukökur sem runnu ljúflega niður.

Forsetinn minntist þess að fyrsta embættisheimsókn hans hafði einmitt verið á Paralympics í Ríó de Janeiro, árið 2016.

Kveðjuhófið var einkar vel heppnað og skemmtilegt.

Íslenski hópurinn heldur utan þann 15. ágúst næstkomandi og mun dvelja í æfingabúðum í Tama fram til 21. ágúst þegar hópurinn færir sig inn í Paralympic-þorpið.

 

Hér á þessari slóð verður greint frá þátttöku Íslands í Paralympics 2020.

https://hvatisport.is/category/paralympics-2020/

Myndir með frétt