Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21.01.2026 - 21.01.2026

RIG ráðstefna

Í tengslum við RIG þá verður ráðstefna um...
20

Júlían með brons á EM

12.08.2021

Júlían J. K. Jóhannsson vann til bronsverðlauna á EM í kraftlyftingum í Plzeň Tékklandi um síðastliðna helgi. Verðlaunin vann hann í yfirþungavigt, +120 kílógramma flokki, þar sem hann lyfti 1.105 í samanlögðu, þ.e. 400 í hnébeygju, 315 í bekkpressu og 390 í réttstöðulyftu.

ÍSÍ óskar Júlían innilega til hamingju með bronsverðlaunin.

Mynd:  Heimasíða KRAFT.