Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Tókýó 2020 – Guðni Valur keppti í nótt

30.07.2021

Guðni Valur Guðnason keppti í undankeppninni í kringlukasti karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt.

Hann gerði öll þrjú köstin ógild og hefur því lokið keppni.

Í fyrsta kastinu fór kringlan beint í netið, í öðru sveif hún út fyrir brautina hægra megin. Það þriðja var gilt í fyrstu en þar sem það var um 56 – 57 metrar, þá steig Guðni út fyrir til að ógilda kastið þegar hann sá lengdina á því. Hann hefði þurft að kasta um 63 metra til að komast í 12 manna úrslitin.

Guðna Val hefur gengið vel mest allt sumarið og er í mjög góðu formi þessa dagana. Þrátt fyrir að vera smá svekktur yfir hvernig fór, þá ætlar hann að reyna að dvelja ekki við það. Hann reyndi sitt besta og á næsta ári horfir hann til bæði EM og HM, ætlar að mæta og gera sitt besta þá. Það verður spennandi að fylgjast með því.

Þar með hafa allir íslensku keppendurnir lokið keppni á þessum Ólympíuleikum.

Myndir með frétt