Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
11

Tókýó 2020 - Ásgeir Sigurgeirsson keppti í dag

24.07.2021

 

Ásgeir Sigurgeirsson keppti í dag á Ólympíuleikunum í Tókýó og hafnaði í 28. sæti í loftskammbyssu á skorinu 570-13x.

Ásgeir hóf keppnina vel og skoraði 95 í fyrstu tíu skotunum og 98 í næstu tíu. Ekki gekk eins vel i næstu skotum þar á eftir en í lokin átti hann aftur góða kafla. Serían hjá honum var 95-98-91-92-97-97.

Í keppni í loftskammbyssu komast átta efstu í úrslit, 36 keppendur kepptu í greininni. Keppni í úrslitum fer fram síðar í dag.

Á meðfylgjandi myndum má sjá Ásgeir ásamt þjálfara sínum Matthias Hahn, en hann þjálfar einnig fyrir Eistland. Þá voru þau Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ viðstödd keppnina ásamt fararstjórn og heilbrigðisteymi ÍSÍ.

 

Myndir með frétt