Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Brisbane verður gestgjafi Ólympíuleikanna 2032

21.07.2021

Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur valið borgina Brisbane í Ástralíu sem gestgjafa Sumarólympíuleikanna og Paralympics árið 2032. Það verður í þriðja skiptið sem leikarnir fara fram í Ástralíu en áður höfðu borgirnar Melbourne árið 1956 og Sydney árið 2000 skilað því hlutverki.

Fyrri leikar í Ástralíu hafa verið Íslendingum gjöfulir þar sem Vilhjálmur Einarsson vann til silfurverðlauna í þrístökki á leikunum í Melbourne og Vala Flosadóttir vann til bronsverðlauna í stangarstökki í Sydney.

Ólympíuleikarnir verða í París í Frakklandi árið 2024 og í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2028.