Tveir íslenskir fimleikadómarar dæma á ÓL í Tókýó
05.07.2021
Tveir íslenskir dómarar hafa verið valdir af Alþjóðafimleikasambandinu til að dæma í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það eru þau Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir sem bæði eru reynslumiklir dómarar og hafa dæmt á fjölmörgum stórmótum, s.s. Ólympíuleikum. Það er frábær árangur að ná tveimur dómurum inn á leika sem þessa enda gríðarleg samkeppni um dómarastöðurnar og sýnir val Alþjóðafimleikasambandsins hversu vel Björn Magnús og Hlín eru metin innan fimleikahreyfingarinnar.
ÍSÍ óskar þeim báðum góðs gengis í störfum sínum í Tókýó og óskar þeim jafnframt til hamingju með valið.