Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

80. Héraðsþing USVH gekk vel

18.06.2021

80. Héraðsþing Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga (USVH) var haldið í Víðihlíð miðvikudaginn 9. júní 2021. Þingið gekk vel og mættu fulltrúar frá aðildarfélögunum Umf. Kormáki, Hestamannafélaginu Þyt, Umf. Víði og Umf. Gretti. Júlíus Guðni Antonsson var þingforseti.

Í stjórn USVH voru kosin til næstu tveggja ára þau Ómar Eyjólfson gjaldkeri, Sara Ólafsdóttir ritari og Halldór Sigfússon meðstjórnandi. 
Til eins árs voru kosin þau Reimar Marteinsson 1. varamaður, Linda Sóley Guðmundsdóttir 2. varamaður og Elísa Ýr Sverrisdóttir 3. varamaður.
Kosnir voru tveir skoðunarmenn til eins árs, þær Ingibjörg Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir. Að auki var einn varaskoðunarmaður kosinn, hún Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir.
Fráfarandi stjórnarmeðlimum og samstarfsfólki er þakkað fyrir vel unnin störf og nýjir meðlimir boðnir velkomnir.

Gestir þingsins voru Þórey Edda Elísdóttir, 1. varaforseti ÍSÍ og Gunnar Þór Gestsson meðstjórnandi í stjórn UMFÍ, sem bæði fluttu ávörp.

Héraðsþingið þótti heppnast vel og fékk Umf. Víðir, sem sá um að halda þingið í ár, miklar þakkir fyrir undirbúning og framkvæmd þess.