Ný reglugerð tekur gildi þann 15. júní
14.06.2021
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi á morgun og gildir til og með 29. júní. Tilslakanir á sóttvarnarreglum eru gerðar með þessari reglugerð en eftirfarandi eru helstu atriði er snerta íþróttastarf:
- Almennar fjöldatakmarkanir verða 300 manns og gilda þær takmarkanir einnig um æfingar, keppnir og áhorfendasvæði.
- Almenn nándarregla verður einn metri í stað tveggja. Nálægðartakmörk gilda ekki um sitjandi áhorfendur á íþróttaviðburðum en grímuskylda gildir enn og áfram þarf að skrá áhorfendur með nafni, kennitölu og símanúmeri. Að hámarki 300 áhorfendur mega vera í hverju hólfi á íþróttaviðburðum með að hámarki fjögur sóttvarnarhólf í hverri byggingu.
Sjá frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins.
Reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 691/2021, sem gildir til 29. júní, 2021.
Reglugerð nr. 698/2021 um breytingu á reglugerð nr. 691/2021.